Álagning fasteignagjalda 2017.

Fréttir 06.02.2017
Upphafsálagningu fasteignagjalda í Bláskógabyggð er nú lokið fyrir árið 2017.   Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur lokið upphafsálagningu vegna ársins 2017. Álagningaseðlar 2017 verða ekki sendir út, en hægt er að nálgast þá á www.island.is undir ?Mínar síður? og þar í pósthólfi. Innskráning á síðuna er með íslykli eða með rafrænum skilríkjum. Forsendur álagningarinnar er einnig að finna inni á heimasíðu Bláskógabyggðar,     Greiðsluseðlar verða ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað, en kröfur vegna fasteignagjalda koma inná heimabanka viðkomandi gjaldenda.   Þeim, sem óska eftir að fá heimsendan greiðsluseðil, er bent á að hafa samband við skrifstofu Bláskógabyggðar í síma 480-3000 ( mánudaga ? fimmtudaga frá kl. 9.00 ? 12.00 og 13.00 ? 15.00, en föstudaga frá 9.00 ? 12.00), eða á netfangið gudny@blaskogabyggd.is Allar nánari upplýsingar um álagningu gjalda 2017 eru veittar á skrifstofu Bláskógabyggðar.   Bláskógabyggð.