Ákvörðun um álagningu gjalda 2014:

Fréttir 11.12.2013
Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 5. desember 2013 3.1.    Álagningarhlutfall útsvars 2014. Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum þann 7. nóvember 2013 að útsvarshlutfall árið 2014 verði óbreytt, þ.e. 14,48%.  Í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að hámarksútsvar 2014 hækki um 0,04% og að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall.  Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða hækkun útsvarshlutfalls í 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum. 3.2.    Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts 2014. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi álagningarprósentu fasteignaskatts 2014: A     0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum. B     1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum (með fyrirvara að reglugerð verði ekki breytt). C     1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki. Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um afslátt af fasteignaskatti sem samþykkt var af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 4. desember 2007 og samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011. 3.3.    Ákvörðun um gjaldskrá kaldavatnsveitu Bláskógaveitu. Lögð fram tillaga að gjaldskrá kaldavatnsveitu Bláskógaveitu.  Í gjaldskránni kemur m.a. fram að innheimt skuli: Vatnsgjald verði 0,4% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr. ákv. 5., 6. og 7. gr. laga nr. 32/2004. Hámarksálagning verði kr. 25.865.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.  Lágmarksálagning vegna tengingar við vatnsveitur sveitarfélagsins verði kr. 11.400, og er ekki bundin við að húsnæði hafi verið tengt veitu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá kaldavatnsveitu og felur sveitarstjóra að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda. 3.4.    Ákvörðun um gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing, verði óbreytt frá síðasta ári og verður gjaldskrá 1277/2012 gildandi fyrir árið 2014. Í gjaldskránni kemur fram innheimt skuli: Sorphirðugjald: Ílátastærð                    Grátunna                     Blátunna 240 l ílát                       13.710 kr.                       5.946 kr. 660 l ílát                       39.560 kr.                     18.203 kr. 1.100 l ílát                    65.018 kr.                     29.424 kr. Grátunna: söfnun á 14 daga fresti. Blátunna:  söfnun á 42 daga fresti. Sorpeyðingargjald: Íbúðarhúsnæði              17.744 kr. Frístundahúsnæði         13.970 kr. Lögbýli                           10.870 kr. Smærri fyrirtæki           16.184 kr. Stærri fyrirtæki             16.184 kr. Gjaldfrjálst verður á gámastöð fyrir allt að 3m3 vikulega.  Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðað við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er.  Allur úrgangur er gjaldskyldur  við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Móttökugjald á einn m3:  4.000 kr. 3.5.    Ákvörðun um gjaldskrá vegna fráveitu og hreinsun rotþróa. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð verði óbreytt og verður gjaldskrá nr. 1276/2012, dags. 20. desember 2012 gildandi fyrir árið 2014. Í gjaldskránni kemur fram: Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera 30.000 kr. Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins. Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,25% af álagningarstofni. Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa, skv. 18. gr. samþykktar um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð. Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár skal vera eftirfarandi: Rotþró 0 ? 6000 lítra                            kr.        6.971 Rotþró 6001 lítra og stærri                   kr.        1.881 pr./m3 Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað annað hvert ár skal vera eftirfarandi: Rotþró 0 ? 6000 lítra                            kr.        10.460 Rotþró 6001 lítra og stærri                   kr.        2.821 pr./m3 Fyrir aukalosun, að beiðni eiganda, skal innheimta gjald kr. 21.000 fyrir hverja losun. Afsláttur af fráveitugjaldi til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011. 3.6.    Ákvörðun um lóðarleigu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðarleiga 2014 verði 0,7% af lóðarmati. 3.7.    Ákvörðun um gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu og útleigu á Aratungu og Bergholti. Lögð fram tillaga um að gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu verði óbreytt fyrir rekstrarárið 2014. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða. Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir útleigu á Aratungu og Bergholti, þar sem gert er ráð fyrir 3,5% hækkun gjaldskrárinnar sem taki gildi um næstu áramót.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða. 3.8.    Ákvörðun um gjaldskrá sundlaugar og íþróttahúss í Reykholti. Lögð fram tillaga um gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.  Hvað varðar gjaldskrá vegna innri leigu milli stofnana þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gjaldið hækki um 3,5% um næstu áramót. Hvað varðar almenna notkun íþróttamiðstöðvarinnar þá samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir rekstrarárið 2014. 3.9.    Ákvörðun um gjaldskrá leikskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gjaldskrá leikskóla haldist óbreytt næsta rekstrarár, 2014. Með þessari samþykkt vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar  leggja sitt á vogaskálarnar til að verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands náist til hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Jafnframt að þetta stuðli að sátt meðal aðila vinnumarkaðarins til að ná sömu markmiðum. Gjöld liða 3.2, 3.3, 3.4, 3.5 og 3.6 verði innheimt með 6 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2014. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.  Greiðsluseðlar verða sendir út rafrænt ásamt álagningaseðli. Ekki verða sendir útprentaðir greiðsluseðlar eða álagningaseðlar nema gjaldendur óski sérstaklega eftir því.
  1. Ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta 2014.
Lögð fram tillaga um auglýsingu vegna ákvörðunar um greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð 2014. Í auglýsingunni er gerð tillaga um að fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð innanríkisráðuneytis. Samþykkt samhljóða.