Afsláttur á strætókortum til nemenda sem eiga lögheimili í Bláskógabyggð en stunda fullt nám á framhaldsskóla- eða háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
20.11.2012
Byggðaráð Bláskógabyggðar tók fyrir á fundi sínum þann 30. ágúst 2012 erindi varðandi afslátt á strætókortum og var eftirfarandi bókað.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita nemendum sem eiga lögheimili í Bláskógabyggð, en stunda fullt nám á framhaldsskóla- eða háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu, 15% afslátt af 3 og 9 mánaða persónubundnum íbúakortum gegn framvísun gilds skólaskírteinis og kvittunar fyrir kaupum á umræddu korti.
Þessi afgreiðsla byggðaráðs var síðan staðfest af sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 6. september 2012.