Afmælishátíð íþróttakennaramenntunnar á Íslandi í 80 ár haldin í Íþróttahúsinu á Laugarvatni 26. maí nk. kl. 14:00
Fréttir
14.05.2013
AFMÆLISHÁTÍÐ
Íþróttakennaramenntun á Íslandi í 80 ár
Íþróttahúsinu á Laugarvatni 26. maí nk. kl. 14:00
Í maí árið 1933 voru fyrstu íþróttakennarar útskrifaðir hér á landi úr Íþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Árið 1943 var skólinn formlega gerður að Íþróttakennaraskóla Íslands.
Á þessu ári eru því liðin 80 ár frá útskrift fyrstu íþróttakennara hér á landi og 70 ár frá stofnun Íþróttakennaraskóla Íslands (ÍKÍ).
Í tilefni af þessum tímamótum mun Námsbraut í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, Íþróttakennarafélag Íslands og Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra standa fyrir afmælishátíð í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem rifjuð verður upp 80 ára skólasaga íþróttakennaranáms á Laugarvatni.
(Sjá dagskrá)
Allir velkomnir
Afmælisnefnd
Kynnir hátíðar: Samúel Örn Erlingsson
f.h. Íþróttakennarafélags Íslands f.h. námsbrautar í íþrótta- og heilsufræði
Guðrún V. Ásgeirsdóttir Hafþór B. Guðmundsson
Formaður Formaður námsbrautar
f.h. Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra ? FÁÍA
Þórey S. Guðmundsdóttir
Formaður
Dagskrá
14:00 | Setning | Rektor Háskóla Íslands |
14:10 | Sýningaratriði | Gamlir leikir |
Müllersæfingar | ||
14:25 | Afmælisgjafir | Íþróttakennaranám á Laugarvatni í 80 ár · Starfsferill Árna Guðmundssonar |
Framtíðarsýn íþróttafræðimenntunar | ||
14:45 | Ávörp | Ávörp gesta |
Hlé ? Kaffiveitingar | ||
15:30 | Sýningaratriði | Hreyfing í 80 ár ? Fyrri hluti |
15:40 | Námsárin | Sögur frá námsárum á Laugarvatni |
15:50 | Sýningaratriði | Hreyfing í 80 ár ? Seinni hluti |
16:00 | Sýningaratriði | Zumba 50+ |
16:15 | Hátíðarslit | |
Íþróttamiðstöð og skólahúsnæði | Gestum boðið að skoða aðstæður, íþróttamiðstöð og skólahúsnæði |