Aðstoðarmatráður
Fréttir
01.07.2019
Aðstoðarmatráður óskast til framtíðarstarfa í mötuneyti Aratungu sem m.a. þjónar nemendum og starfsmönnum leikskólans Álfaborgar og Bláskógaskóla í Reykholti.
Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og dugandi einstaklingi á líflegan og skemmtilegan vinnustað. Við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið.
Meginverkefni:
- Aðstoð við matseld
- Umsjón með frágangi og þrif í eldhúsi.
- Menntunar og hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi í eldhúsi æskileg
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.Um er að ræða fullt starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 6. ágúst 2019.
- Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2019 en umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til sviðsstjóra á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu Reykholti 801 Selfoss.