Aðalskipulagsbreyting, Bryggja, Bláskógabyggð

Fréttir 11.03.2025
Landeigendur að Bryggju, Bláskógabyggð, boða til kynningarfundar vegna tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2025 kl 16:00 að Hótel Geysi.
Dagskrá:
• kynning á komandi skipulag Bryggju úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð, verslunar- og þjónustusvæði og orkuöflun, virkjun í Tungufljóti.
• hugsanlegur tímarammi og nánasta umhverfi.
Nánar tiltekið þá varðar tillagan breytingu á landi jarðarinnar úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð, verslunar- og þjónustusvæði og iðnaðarsvæði fyrir allt að 4,5 MW virkjun í Tungufljóti. Gert er ráð fyrir 28 ha frístudnabyggð, 3 ha svæði fyrir verslun og þjónustu og 3 ha iðnaðarsvæði fyrir virkjun.
Slóð á greinargerð með skipulagstillögunni er hér: