Fella- og fjallgöngu verkefnið: ?Sveitin mín?

Fréttir 12.07.2018
Í sumar og haust ætlar Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð að efna til gönguverkefnis þar sem flestir eiga geta fundið sér fell eða fjall við í hæfi. Staðsettir hafa verið póstkassar á 5 stöðum á víð og dreif um Bláskógabyggð, allt frá Þingvallavatni til Bláfellsháls með útsýni yfir miðhálendið. Vinsamlegast búið ekki til vörður og takið allt rusl með ykkur J Takið gjarnan mynd af ykkur og merkið á samfélagsmiðlum með myllumerkið: #bláskógar Raðað eftir erfiðleikagráðu: í sviga er vegalengdin frá bílastæði og að póstkassa og hækkun í metrum.
  • Litli-Reyðarbarmur við Kringlumýri (1.2 km, 50 m hækkun)
  • Arnarfell við Þingvallavatn (1 km, 90 m hækkun)
  • Geldingafell, á Bláfellshálsi ( 1.2 km, 100 m hækkun)
  • Vörðufell (1,8 km, 290 m hækkun)
  • Laugarvatnsfjall (varða, 2 km, 320 m hækkun)
  Í hverjum póstkassa er gestabók og þeir sem skrá sig í þær verða með í potti þar sem dregin verða út verðlaun: klippikort og árskort í íþróttamiðstöðvarnar og ýmsar gjafir frá fyrirtækjum í sveitinni okkar. Verkefnið stendur til 1. október 2018. Nánari upplýsingar um staðsetningar má finna bæði inn á heimsasíðu sveittarfélagsins og á fésbókarhópi verkefnisins: https://www.facebook.com/heilsueflandi/   Verkefnastjóri: Gunnar Gunnarsson s: 8925532 Smellið á linkana hér fyrir neðan til að nálgast nánari upplýsingar Lýsing á gönguleiðum og bílastæðum lýsing á verkefni