Smári Þorsteinsson íþróttamaður Bláskógabyggðar 2012

Fréttir 15.01.2013
Æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar bauð til hófs til heiðurs íþróttamanni Bláskógabyggðar laugardaginn 12. janúar sl. í Aratungu. Fjórar tilnefndingar bárust frá íþróttafélögum úr Bláskógabyggð til nefndarinnar en þau voru, Agnes Erlingsdóttir, Umf. Laugdælum, Finnur Jóhannesson, Hestamannafélaginu Loga, Smári Þorsteinsson, Umf. Bisk. og Þorfinnur Guðnason, Golfklúbbnum Úthlíð. Það var svo Smári Þorsteinsson sem var krýndur íþróttamaður Bláskógabyggðar fyrir árið 2012 fyrir góðan árangur í glímu. Smári stóð sig mjög vel á síðastliðnu ári í glímu en hann varð m.a. íslands- og bikarmeistari í sínum þyngdarflokki. Í hófinu voru allir þeir aðilar sem voru valdir í landslið og urðu íslands- og eða bikarmeistarar á árinu 2012 heiðraðir, en 15 einstaklingar fengu slíka viðurkenningu. 17338_smari_iþrottamadur_Blaskogabyggdar