Slitlag á götur

Fréttir 23.10.2020
Í sumar og haust hefur bundið slitlag verið lagt á nokkrar götur í þéttbýlisstöðum Bláskógabyggðar. Seinna lag af slitlagi var lagt á Bæjarholt í Laugarási og á Sólbraut og Dalbraut í Reykholti. Fyrra lag af slitlagi hefur verið lagt á Lindarskóga á Laugarvatni og Miðholt í Reykholti. Þá var slitlag lagt á starfsmannabílastæði við leikskólann Álfaborg í Reykholti. Í maí 2019 var samþykkt í sveitarstjórn forgangsröðun í lokafrágangi á malargötum í þéttbýlisstöðum Bláskógabyggðar og eru framkvæmdir á þessum götum einn liðurinn í þeirri forgangsröðun. Á myndunum má sjá verktakafyritækið Bikun leggja slitlag við leikskólann Álfaborg.   Kveðja, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri