Bókagjöf til þjóðarinnar

Fréttir 13.06.2024
Í ár er 80 ára afmæli Íslenska lýðveldisins og af því tilefni gefur Forsætisráðuneytið í samvinnu við Forlagið öllum heimilum bók sem hefur titilinn Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan í ljóð Þorsteins Erlingssonar. Í bókinni eru þjóðhátíðarljóð og greinar um fjallkonuna. Forsætisráðherra ritar formála, greinahöfundar eru: Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formál og útdrætti eru á pólsku og ensku.
Hægt er að nálgast bókina í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti og í sundlauginni á Laugarvatni á opnunartíma.
Opnunartímarnir eru sem hér segir:
Mánudag – fimmtudags 10:00-21:00
Föstudag – sunnudags 10:00-18:00