Bláskógaskóli

Fréttir 18.01.2013
Í haust var  leikskólinn Gullkistan og Grunnskóla Bláskógabyggðar sameinaðir. Þá varð ljóst að breyta þyrfti um nafn á skólanum. Skólinn er nú fyrir nemendur frá 1-15 ára. Nafnasamkeppni var haldin á haustdögum og bárust á annan tug nafna í keppnina. Stýrihópur, skólaráð og fræðslunefnd fóru yfir nöfnin og völdu 3 sem kosið var um. Allir nemendur skólans og leiksólans Álfaborgar höfðu atkvæðisrétt auk starfsfólk skólans. Niðurstaðan var Bláskógaskóli. Tveir þátttakendur sendur inn nafnið Bláskógaskóli það voru systkinin Arnar Páll, Lára Björk og Auður Pétursbörn  á Laugarvatni og Sigríður Egilsdóttir á Vatnsleysu. Við þökkum þeim fyrir gott nafn og öðrum sem sendu tillögur er þökkuð þátttakan. Stjórnendur Bláskógaskóla