Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Fréttir 21.02.2013
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt tillaga að lýsingu skipulags fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 
  1. Breyting á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í Bláskógabyggð, Brennimelslína 1.
Lögð fram til kynningar lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna færslu á Brennimelslínu 1. Breytingin er gerð vegna stækkunar Brennimelslínu úr 220 kV í 400 kV. Núverandi lína liggur innan Bláskógabyggðar á 1,8 km kafla á vesturjaðri sveitarfélagsins. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að breytingum á aðalskipulagi.
  1. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla við Klausturhólaréttir. Frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis.
Um er að ræða 21 ha svæði austan Búrfellsvegar í námunda við Klausturhólaréttir sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Breytingin gerir ráð fyrir að svæðið verði skilgreint sem frístundabyggð til samræmis við landnotkun aðliggjandi svæðis.
  1. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Öndverðarness. Frístundabyggð í stað opins svæðis til sérstakra nota.
Um er að ræða um 14 ha svæði í landi Öndverðarness, norð-vestan við Kambshverfið, sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að svæðið breytist í svæði fyrir frístundabyggð.
  1. Breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 (Flóahreppi) á spildu úr landi Bitru. Svæði fyrir verslun-og þjónustu.
Um er að ræða um 2 ha svæði meðfram þjóðvegi 1, rétt vestan við vegamót Skeiða- og Hrunamannavegar. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að umrætt svæði breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar vegna deiliskipulags eftirfarandi verkefna.
  1. Deiliskipulag nýrra lögbýla á spildum úr landi Einiholts í Bláskógabyggð.
Lögð fram til kynningar lýsing vegna deiliskipulags nokkurra lögbýla á landsspildum úr landi Einiholts. Skipulagssvæðið er um 150 ha að stærð úr norðurhluta Einiholts og er fyrirhugað að skipta landinu í 7 minni lögbýli þar sem sum verða nýtt til landbúnaðar en önnur að mestu í ferðaþjónustu.
  1. Deiliskipulag og matslýsing fyrir fjallasel við Hlöðuvelli í Bláskógabyggð
Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulags fyrir fjallaselið Hlöðuvelli í Bláskógabyggð og matslýsing skv. ákvæðum laga um umhverfismat áætlana. Helstu viðfangsefni deiliskipulags verður að staðfesta lóðarmörk sem forsendu fyrir leigusamningi, stækkun/endurnýjun salernishúss, afmarka byggingarreit fyrir nýjan gistiskála eða stækkun á núverandi húsi og afmarka byggingarreit fyrir stækkun á hesthúsi.
  1. Deiliskipulag og matslýsing fyrir skálasvæði við Hagavatn í Bláskógabyggð.
Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulags fyrir skálasvæði við Hagavatn í Bláskógabyggð og matslýsing skv. ákvæðum laga um umhverfismat áætlana. Helstu viðfangsefni deiliskipulags verður að staðfesta lóðarmörk sem forsendu fyrir leigusamningi, stækkun/endurnýjun salernishúss, afmarka byggingarreit fyrir nýjan gistiskála.
  1. Deiliskipulag nýs lögbýlis (Reyrhagi) úr landi Gafls í Flóahreppi. Alifuglarækt.
Lögð fram til kynningar lýsing vegna deiliskipulags fyrir nýtt lögbýli á spildunum  Gafl lóð 1 lnr. 218942 og Gafl lóð 2 lnr. 218943. Á spildu 1, sem er 15 ha, er gert ráð fyrir íbúðarhúsi, bílgeymslu og gestahús og á spildu 2, sem einnig er 15 ha, er gert ráð fyrir alifuglahúsi og tækjaskemmu. Sótt verður um lögbýlisrétt á spildum 1 og 2 undir nafninu Reyrhagi.
  1. Deiliskipulag fyrir 12,5 ha spildu úr landi Hnaus í Flóahreppi. Íbúðarhús og skemma.
Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulagsáætlunar fyrir Hnaus land 2 lnr. 213873 þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 200 fm íbúðarhús, hæð og ris, ásamt bílgeymslu. Auk þess er fyrirhuguð bygging allt að 300 fm skemmu. Hámarksbyggingarmagn er um 500 fm. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 
  1. Deiliskipulag fyrir spildu úr landi lögbýlisins Lindatungu í Bláskógabyggð. Íbúðarhús og skemma.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi yfir nýja 22.025 fm spildu úr landi Lindatungu lnr. 167075 þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 250 fm íbúðarhús og 300 fm bílskúr/skemmu. Aðkoma að spildunni er um veg að húsi Lindatungu rétt austan Andalækjar og er spildan norðan við núverandi íbúðarhús.
  1. Deiliskipulag fyrir starfsmannahús á jörðinni Götu í Hrunamannahreppi.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir austasta hluta jarðarinnar Götu lnr. 166750 í Hrunamannahreppi. Sá hluti jarðarinnar sem skipulagssvæðið nær yfir er rúmlega 1,6 ha en jörðin er í heild um 95 ha að stærð. Innan skipulagssvæðisins er gamalt fjós sem í dag er að hluta til nýtt sem starfsmannahús. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að byggt verði nýtt allt að 150 fm starfsmannahús.
  1. Breyting á deiliskipulagið við Hakið á Þingvöllum, Bláskógabyggð, ásamt umhverfisskýrslu. Nýtt starfsmannahús.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hakið á Þingvöllum ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri lóð fyrir um 100 fm starfsmannahús vestan við núverandi salernishús.
  1. Breyting á deiliskipulagi Ásborga úr landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Íbúðarhúsalóðir breytast í lóðir fyrir verslun- og þjónustu.
Lögð fram að nýju til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Ásborgir. Sambærileg tillaga var auglýst til kynningar 13. október 2011 með athugasemdafresti til 24. nóvember en sú breyting tók ekki formlega gildi. Nú er tillagan lögð fram með nokkrum breytingum frá áður auglýstri tillögu. Gerð er breyting á skilmálum sem fela í sér að lóðir 1, 3, 5, 9, 15, 17, 19, 21, 23, 30a og 48 breytast úr íbúðarhúsalóðum í lóðir fyrir verslun- og þjónustu, þ.e. heimilt verður að vera með gisti-og/eða veitingastarfsemi. Þá er einnig gert ráð fyrir að lóð nr. 11 falli inn í lóð nr. 9, án þess þó að byggingarreitur stækki, auk þess sem enn er gert ráð fyrir að byggingarreitur á lóð nr. 48 stækki í átt að þjóðvegi. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á  http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Skipulagstillögur nr. 1 til 9 eru í kynningu frá 21. febrúar til 4. mars 2013 en skipulagstillögur nr. 10 til 13 frá 21. febrúar til 5. apríl. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 til 9 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 4. mars 2013 en 5. apríl fyrir tillögur 10 til 13. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps