Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Fréttir 23.08.2012
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Þegar vinna hefst við gerð aðalskipulagsbreytingar skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt tillaga að lýsingu skipulags fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: Klausturhólar 1. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla. Lýsing skv 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða 21 ha svæði úr landi Klausturhóla austan Búrfellsvegar í námunda við Klausturhólaréttir. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði  en fyrirhugað er að breyta því í svæði fyrir frístundabyggð til samræmis við landnotkun aðliggjandi svæða. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi: 2. Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Laugarvatn. Endurskoðun landnotkunar til samræmis við tillögu að deiliskipulagi. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Laugarvatn. Um er að ræða nokkrar breytingar víðsvegar um þéttbýlið, flestar þeirra minniháttar, til samræmis við tillögu að deiliskipulagi þéttbýlsins sem auglýst er samhliða. Helstu breytingar eru eftirfarandi: ? Svæði í miðju þéttbýlisins sem nær yfir Héraðsskólann og stærstan hluta háskólasvæðisins auk lóða við Dalbraut verður skilgreint sem miðsvæði þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu, stjórnsýslu, menningarstofnunum og ferðaþjónustu. ? Lóðir meðfram Torfholti, sem í dag er íbúðarbyggð, verði blönduð landnotkun íbúðar og verslunar- og þjónustu. ? Stofnanasvæði við Gljúfurholt verði að hluta blönduð notkun íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæði og að hluta íbúðarsvæði. ? Reitur blandaðrar notkunar opinberrar þjónustu og verslunar sunnan við hesthúsasvæði, stækki og verði blönduð landnotkun verslunar- , þjónustu- og opið svæði til sérstakra nota fyrir ferðaþjónustu. ? Þéttbýlismörk breytast við ströndina. ? Ýmsar götur og stígar breytast innan þéttbýlisins. Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi 3. Deiliskipulag fyrir smábýlalóðina Leiti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tilllaga að  deiliskipulagi yfir lóðina Leiti í Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Um er að ræða 3,9 ha spildu, skilgreint sem smábýli þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir allt að 250 fm hesthúsi, byggingarreit fyrir allt að fjögur 35-40 fm frístundahús og að Leitisvegur verði framlengdur frá núverandi húsi suður eftir landinu. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 4. Deiliskipulag frístundabyggðar sem kallast Hlauphólar úr landi Stóru-Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Stóru-Borgar, svæði sem kallast Hlauphólar. Landið er um 29 ha að stærð og liggur að þéttbýlinu Borg, frístundabyggð úr landi Bjarkar og Minni-Borgar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir 40 lóðum á bilinu 0,5 - 1 ha að stærð. Aðkoma að svæðinu verður frá þéttbýlinu á Borg. 5. Deiliskipulag fyrir lögbýlið Mörk úr landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Auglýst að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir lögbýlið Mörk úr landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skipulagssvæðið er um 20 ha að stærð en land lögbýlisins er í heild um 80 ha. Í tillögunni er gert ráð fyrir íbúðarhúsi og útihúsum með aðkomu frá Skeiða- og Hrunamannavegi auk þriggja frístundahúsalóða með aðkomu frá Árhraunsvegi. 6. Deiliskipulag fyrir 9,7 ha spildu,  Skálmholt land C (lnr.219650), í Flóahreppi. Íbúðarhús og skemma á landbúnaðarsvæði. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi um 9,7 ha spildu sem kallast Skálmholt Land C (lnr. 219650). Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 200 fm íbúðarhús (reitur B1) og allt að 300 fm skemmu (reitur B2). 7. Deiliskipulag fyrir þéttbýlið Laugarvatn í Bláskógabyggð. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær yfir þéttbýlið Laugarvatn í Bláskógabyggð eins og það er skilgreint í aðalskipulagi, að undanskildu tjald- og hjólhýsasvæði. Um er að ræða fyrsta heildstæða deiliskipulagið fyrir þéttbýlið en fram til þessa hafa eingöngu viss svæði verið skipulögð með formlegum hætti. Deiliskipulagssvæðið er um 160 ha að stærð og er því skipt í reiti þar sem sérskilmálar eru settir fyrir hvern reit. Reitaskiptingin tekur mið af byggðamynstri og starfsemi og nýtist til að skýra ólíkar áherslur innan deiliskipulagsins: 1: Atvinnulóðir við Lindarskóg ? iðnaðar, athafna-, verslunar- og þjónustusvæði. 2: Íbúðarbyggð við Menntaskólatún 3: Menntaskólinn og Héraðsskólinn? skólahúsnæði og íbúðarbyggð 4: Stofnanir og miðsvæði 5: Íbúðarbyggð við Laugar-, Bjarkar-, Lindar, Dal-, og Reykjarbraut 6: Íbúðarbyggð við Torfholt og Hrísholt, auk grunnskólalóðar 7: Íbúðarbyggð við Háholt, Gljúfurholt og Fróðholt. 8: Svæði undir ferðaþjónustuþorp 9: Hesthúsabyggð, keppnis- og æfingasvæði hestaíþrótta. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sama svæðis sem auglýst er samhliða. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á  http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Skipulagstillögur nr. 1 og 3 og eru í kynningu frá 23. til 31. ágúst 2012 en kynningartími fyrir skipulagstillögur nr. 2 og 4 til 7 er frá 23. ágúst til  5. október. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 og 3 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 31. ágúst en athugasemdir við tillögur nr. 2 og 4 til 7 þurfa að berast í síðasta lagi 5. október 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps