Ársfundur Héraðsnefndar Árnesinga

Fréttir 17.10.2024

Héraðsnefnd Árnesinga hélt ársfund sinn á Hótel Geysi hinn 15. október. Fulltrúar Bláskógabyggðar í Héraðsnefndinni eru Guðrún S. Magnúsdóttir og Helgi Kjartansson, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Héraðsnefndin er byggðasamlag sveitarfélaganna í Árnessýslu og undir hatti hennar starfa Brunavarnir Árnessýslu, Byggðasafn Árnesinga, Listasafn Árnesinga, Héraðsskjalasafn Árnesinga, Tónlistarskóli Árnesinga og Almannavarnanefnd Árnessýslu. Á fundinum voru samþykktar fjárhagsáætlanir allra þessara samlaga, auk þess sem Héraðsnefnd ályktaði um nauðsyn þess að hraða framkvæmdum við nýja Ölfusárbrú. 

Á myndinni eru fulltrúar í Héraðsnefnd og ritari nefndarinnar.