Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

357. fundur 03. apríl 2024 kl. 09:00 - 11:30 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að tka á dagskrá erindi vegna hitaveit og umsagnarbeiðni vegna matsskyldu, var það samþykkt samhljóða og verða mál nr. 15 og 18 á dagskrá fundarins.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

-liður 20 og 21 á 276. fundi haldinn 13.03.2024
-liður 20, Stefnumótun vegna nýtingarhlutfalls frístundalóða innan aðildarfélaga UTU - 2403024
Lagt er fram til umræðu innan skipulagsnefndar UTU hugleiðingar skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa er varðar stefnumörkun er varðar nýtingarhlutfall frístundalóða innan aðildarsveitarfélaga UTU.
Lagt fram til umræðu.


-liður 21, Stefnumótun vegna skógræktar innan aðildarsveitarfélaga UTU - 2403023
Lagt er fram til umræðu innan skipulagsnefndar UTU hugleiðingar skipulagsfulltrúa er varðar stefnumörkun um skógrækt innan aðildarsveitarfélaga UTU.
Lagt fram til umræðu.

2.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

277. fundur haldinn 27.03.2024. Afgreiða þarf liði nr. 3 til 9.
-liður 3, Reykholt; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2306088
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027 innan þéttbýlisins í Reykholti eftir auglýsingu. Á Skólavegi 1 í Reykholti er starfrækt 40 herbergja hótel og er stefnan að stækka það í 120 herbergi á þremur hæðum. Gatan Tungurimi hefur verið hönnuð og var færð um 15 m til norðvesturs, landnotkun og lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar. Þá verður gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr samfélagsþjónustu í verslunar- og þjónustusvæði. Lögð eru fram uppfærð gögn þar sem nýtingarhlutfall á Skólavegi 1 er hækkað úr 0,4 í 0,6 auk þess sem gert er ráð fyrir heimild fyrir stækkun á leikskóla. Umsagnir bárust á auglýsingatíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við þeim umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra gagna. Sveitarstjórn mælist til þess að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 4, Hrosshagi L167118; Hrosshagi 2, Hrosshagi 2B; Garðshorn; Stofnun lóða - 2401024
Lögð er fram umsókn um stofnun 3ja lóða úr landi Hrosshaga eftir grenndarkynningu. Um er að ræða 6.551,5 fm lóð umhverfis íbúðarhús sem fær staðfangið Hrosshagi 2B, 8.035 fm lóð umhverfis íbúðarhús sem fær staðfangið Hrosshagi 2 og 3.325,5 fm lóð umhverfis frístundahús sem fær staðfangið Garðshorn. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir stofnun viðkomandi lóða eftir grenndarkynningu. Ekki er tekin afstaða til eignaréttarlegs ágreinings um sameiginleg landamerki við stofnun lóðanna. Samkvæmt framlögðum gögnum og athugasemdum má ætla að lóðirnar séu alfarið innan lands Hrosshaga enda séu þær staðsettar í um 1 meters fjarlægð frá girðingu sem vísað er til innan athugasemda.


-liður 5, Efra-Apavatn 1B L226188; Skilgreining frístundalóðar; Deiliskipulag - 2311089
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Efra-Apavatns 1B L226188 eftir auglýsingu. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir því að heimilt verði að reisa frístundahús allt að 250 fm auk bílskúrs/skemmu að 100 fm.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 6, Útey 1 L167647; Verslunar- og þjónustusvæði, stækkun og breytt lega frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2306076
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.


-liður 7, Hverabraut 3; Laugarvatn; Deiliskipulagsbreyting - 2403098
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins á Laugarvatni. Í breytingunni felst að byggingarreitur er skilgreindur innan lóðar Hverabrautar 3.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.


-liður 8, Bergsstaðir L189399; Íbúðarhús, gestahús, 3 smáhýsi og skemma; Deiliskipulag - 2403100
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir Bergsstaði L189399 í Bláskógabyggð. Landið er skráð 18,6 ha í landeignaskrá HMS. Deiliskipulagið heimilar byggingu á íbúðarhúsi, gestahúsi og þremur gestahúsum fyrir ferðaþjónustu og útihús/skemmu. Skipulagið nær til alls landsins og aðkomu að því frá Einholtsvegi (nr. 358). Landið er óbyggt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.


-liður 9, Hrosshagi 5B L233479; Stækkun og breyting byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting - 2403057
Lögð er fram umsókn er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi Hrosshaga 5b L233479. Í breytingunni felst að byggingarreitur 6 stækkar úr 800 fm í 1.200 fm og í stað þriggja húsa undir gistiaðstöðu verður gert ráð fyrir allt að 400 fm hesthúsi. Byggingarreitur 7 stækkar úr 1.000 fm í 2.000 fm. Á byggingareit 8 er gert ráð fyrir að byggja megi 3 hús undir gestaaðstöðu í stað hesthúss.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð æskulýðsnefndar

2401006

15. fundur haldinn 19.03.2024
-liður 3, breyting á erindisbréfi æskulýðsnefndar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að uppfæra erindisbréf nefndarinnar og leggja fyrir næsta fund.
-liður 5, tillaga nefndarinnar til sveitarstjórnar um að orkudrykkir sem innihalda koffín og aðrir drykkir sem samræmast ekki heilsueflandi samfélagi verði teknir úr sölu í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að orkudrykkir sem innihalda koffín verði ekki boðnir til sölu í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

4.Forvarnastefna - starfshópur

2312009

3. fundur haldinn 19.03.2024, ásamt samningi við Podium ehf um vinnslu forvarnastefnu
-liður 2, samningur við Podium ehf um vinnu við forvarnastefnu. Sveitarstjórn samþykkir samninginn, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

5.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

964. fundur haldinn 15.03.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

2401025

201. fundur haldinn 20.03.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs

2401023

106. fundur haldinn 13.03.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Samþykktir UTU

2403036

Uppfærðar samþykktir UTU, fyrri umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum til síðari umræðu.

9.Borgarrimi gatnagerð 3. áfangi (lóðir 16-22)

2401061

Tilboð í verkið Borgarrimi, 3. áfangi
Lagt var fram yfirlit yfir tilboð sem bárust í verkið Borgarrimi, 3. áfangi. Lægsta tilboð barst frá Fögrusteinum ehf og samþykkir sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda, með fyrirvara um að félagið uppfylli hæfisskilyrði í kafla 0.1.3 í útboðsgögnum. Sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs er falið að kalla eftir gögnum þar að lútandi.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárfestingaáætlun sem nemur 26 millj.kr. Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Fylgiskjöl:

10.Styrkumsókn vegna fasteignagjalda af hvíldarheimili Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

2403037

Erindi framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, dags. 19.03.2024, þar sem þess er farið á leit að fasteignagjöld af fasteign félagsins við Dynjandisveg 28, fastanr. 236-7772, fyrir árið 2024 verði felld niður eða lækkuð, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afgreiða erindið í samræmi við reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts af starfsemi félagasamtaka sem ekki er rekin í ágóðaskyni.

11.Fundir sveitarstjórnar með stjórnendum

2403040

Lára B. Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla, kemur inn á fundinn.

Beiðni um heimild til að auglýsa stöðu deildarstjóra.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara yfir stöðugildafjölda og stjórnunarhlutfall vegna beiðni um að auglýsa nýja stöðu deildarstjóra.

12.Lóð við Einbúa Laugarvatni

2304005

Beiðni Ganghjóls ehf, dags. 19.03.2024, um heimild til að færa lóðarúthlutun vegna lóðar við Einbúa á nafn LGK ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á erindinu.

13.Gjaldskrá leikskóla 2024

2310019

Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskóla.
Lögð var fram uppfærð gjaldskrá leikskóla þar sem leikskólagjöld eru lækkuð frá fyrri gjaldskrá í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við kjarasamningsgerð. Sveitarstjórn samþykkir að lækka leikskólagjöld í samræmi við tillöguna. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. maí n.k.
Allt frá árinu 2019 hefur Bláskógabyggð boðið ókeypis máltíðir í leik- og grunnskólum og kemur því ekki til breytinga á því fyrirkomulagi í tengslum við kjarasamningsgerð.

14.Gjaldskrá frístundar 2024

2310016

Tillaga að breytingu á gjaldskrá frístundar.
Lögð var fram uppfærð gjaldskrá frístundar þar sem dvalargjöld eru lækkuð frá fyrri gjaldskrá í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við kjarasamningsgerð. Sveitarstjórn samþykkir að lækka gjald fyrir frístund í samræmi við tillöguna. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. maí n.k.
Allt frá árinu 2019 hefur Bláskógabyggð boðið ókeypis máltíðir í leik- og grunnskólum og kemur því ekki til breytinga á því fyrirkomulagi í tengslum við kjarasamningsgerð.

15.Hitaveitumál í Laugardalshólum

2304028

Erindi Jóhanns Gunnars Friðgeirssonar, dags. 01.04.2024, varðandi hitaveitu að Laugardalshólum.
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til framkvæmda- og veitunefndar.

16.Endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlanir (rammaáætlun)

2403035

Tilkynning starfshóps á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 20.03.2024, sem ætlað er að endurskoða frá grunni lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 um að áformaskjal um lagasetningu hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

17.Frumvarp til laga um málefni aldraðra 143. mál

2403041

Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25.03.2024, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni aldraðra, 143. mál. Umsagnarfrestur er til og með 8. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.

18.Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu vegna alifuglabús að Heiðarbæ 2

2404047

Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um matsskyldu vegna framkvæmdar. Alifuglabú að Heiðarbæ 2, Bláskógabyggð.
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson vék af fundi. Sveitarstjórn telur að ekki sé um matsskyldu að ræða í tilviki alifuglabús að Heiðarbæ 2.

19.Slökkvitækjaþjónusta í dreifbýli

2403029

Upplýsingar frá Brunavörnum Árnessýslu, dags. 13.03.2024, um slökkvitækjaþjónustu í dreifbýli.
Lagt fram til kynningar. Í erindinu kemur fram að íbúar með lögheimili í íbúðarhúsum í dreifbýli í Árnessýslu greiða ekki fyrir yfirferð á slökkvitækjum heimilisins samkvæmt þjónustusamningi Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands og Brunavarna Árnessýslu. Þessir íbúar fá einnig rafhlöður í reykskynjara í íbúðarhús sín endurgjaldslaust, en Slökkvitækjaþjónusta Suðurlands sendir viðkomandi sveitarfélagi reikning árlega fyrir þessum rafhlöðukaupum.

Íbúar greiða sjálfir fyrir nýkaup á búnaði og þjónustu vegna annarra slökkvitækja og búnaðar, t.d. í útihús, hús sem leigð eru út til atvinnurekstrar, bifreiðar o.þ.h.

20.Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2024

2403034

Boð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands, sem haldinn verður 23. apríl n.k. Tilnefning fulltrúa.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn tilnefnir Helga Kjartansson sem fulltrúa á aðalfundinn.

21.Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding í þjóðlendum

2302015

Niðurstöður vinnuhóps um almenningssamráð, dags. 21.03.2024.
Lagt fram til kynningar.

22.Verkefnið Atvinnubrú, efling og styrking háskólamenntunar á Suðurlandi

2403038

Kynning Háskólafélags Suðurlands, dags. 18.03.2023, á verkefninu Atvinnubrú sem er eitt af áhersluverkefnum SASS.

Verkefnið á að efla og styrkja stöðu háskólamenntunar í landshlutanum og er það gert með því að skapa samstarfsvettvang með ólíkum aðilum víðsvegar úr atvinnulífinu.

Boðsbréf um þátttöku í verkefninu.
Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á þátttöku í verkefninu.

23.Styrkir úr Norræna jafnréttissjóðnum

2403042

Tilkynning forsætisráðuneytisins, dags. 25.03.2024, þar sem athygli er vakin á því að opið er fyrir umsóknir í Norræna jafnréttissjóðinn.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?