Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

355. fundur 06. mars 2024 kl. 09:00 - 10:45 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón F. Snæbjörnsson sótti fundinn í gegnum fjarfundarbúnað (Teams).

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

-liður 2 af 274. fundi haldinn 14.02.2024 Frístundabyggð í landi Reykjavalla; Endurskoðun deiliskipulags - 2309101. Áður frestað á 354. fundi.
Skógarholt; Frístundabyggð í landi Reykjavalla; Endurskoðun deiliskipulags - 2309101
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga er varðar heildarendurskoðun deiliskipulags frístundabyggðarinnar Skógarholts í landi Reykjavalla. Við gildistöku deiliskipulagsins er gert ráð fyrir því að eldri tillaga m.s.br. falli úr gildi. Skipulagið tekur til 37 frístundalóða. Götur og veitur hafa þegar verið lagðar og frístundahús hafa risið á flestum lóðum innan skipulagssvæðisins. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt viðbragða og andsvara.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna og innan samantektar umsagna og andsvara sem bárust vegna málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

275. fundur haldinn 28.02.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 8.
-liður 1, Eyvindartunga L167632; Langahlíð E19 efnisnáma; Framkvæmdarleyfi - 2312060
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu E19, Langahlíð í landi Eyvindartungu. Efnistakan er á grundvelli heimilda aðal- og deiliskipulags svæðisins.
Líkt og fram kemur í umsögnum Skipulagsstofnunar vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags vegna efnistökusvæðis E19 er vinnsla auðlinda í jörðu á grundvelli laga nr. 111/2021, 1. viðauka lið 2.02 tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sé áætluð efnistaka 50.000 m3 eða meira. Að mati sveitarstjórnar er því ekki forsenda fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrr en niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldu verkefnisins liggur fyrir. Sveitarstjórn frestar því afgreiðslu málsins.


-liður 2, Suðurbraut 6 (L170348); byggingarheimild; sumarbústaður - viðbygging - 2402054
Móttekin er umsókn, þ. 18.02.2024, um byggingarheimild fyrir 65,2 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Suðurbraut 6 L170348 í Bláskógabyggð sem er 3.340 m2 að stærð . Heildarstærð sumarhúss eftir stækkun verður 115 m2.
Samkvæmt skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar skal nýtingarhlutfall frístundalóða ekki fara umfram nýtingarhlutfall 0,03 nema á lóðum sem eru minna en 1/3 ha að stærð en þar er leyfilegt byggingarmagn 100 fm. Framlagðir uppdrættir gera ráð fyrir því að nýtingarhlutfall lóðar fari umfram uppgefið hámarksnýtingarhlutfall og húsið verði eftir viðbygginu 115,2 fm að stærð. Að auki bendir nefndin á að samkv. gr. 5.3.2.12 skipulagsreglugerðar skal innan frístundasvæða ekki byggja nær lóðarmörkum en 10 m. Samkvæmt framlögðum gögnum er gert ráð fyrir að viðbygging sé í 7,66 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Á grundvelli fyrrgreindra takmarkana aðalskipulags Bláskógabyggðar og skipulagsreglugerðar synjar sveitarstjórn Bláskógabyggðar framlagðri umsókn í þeirri mynd sem hún er lögð fram.


-liður 3, Skálabrekka Eystri L224848; Grjótnes- og Hellunesgata, landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag - 2210051
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til landbúnaðarlóða í landi Skálabrekku-Eystri eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar. Í deiliskipulaginu er gert er ráð fyrir 17 landbúnaðarlóðum á um 75 ha svæði. Stærðir lóða eru frá 30.488 fm til 45.733 fm. Innan lóða er gert ráð fyrir heimild til að reisa eitt íbúðarhús ásamt aukahúsi á lóð innan nýtingarhlutfalls 0,03. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins að hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær athugasemdir ásamt andsvörum lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og í framlagðri samantekt athugasemda og viðbragða. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda en mælist þó til þess að Skipulagsstofnun fái málið aftur til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 4, Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag - 2206013
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt viðbragða og andsvara.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins.


-liður 5, Hrosshagi 4 L228432; Klettaholt, Breytt heiti lóðar - 2401025
Lögð er fram að nýju umsókn er varðar breytt staðfang íbúðarhúsalóðarinnar Hrosshaga 4 L228432. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Klettaholt. Með umsókninni er lagður fram ítarlegri rökstuðningur fyrir staðfangi landsins.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsótt staðfang lóðarinnar á grundvelli framlagðs rökstuðnings og samþykkir erindið.


-liður 6, Lóustekkur 3 L170590; Bygging bátaskýlis; Fyrirspurn - 2402029
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar byggingu bátaskýlis á lóð Lóustekks 3 L170590.
Að mati skipulagsnefndar telst ekki heimild fyrir uppbyggingu á stöku bátaskýli á lóð Lóustekks 3 samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Á hverri lóð er gert ráð fyrir uppbyggingu frístundahúss auk aukahúss auk þess sem ekki er skilgreindur byggingarreitur á viðkomandi lóð. Að óbreyttu telur sveitarstjórn að ekki sé heimild fyrir þeirri uppbyggingu sem tiltekin er innan framlagðrar fyrirspurnar. Sveitarstjórn mælist til þess við umsækjanda að sækja um breytingu á deiliskipulagi þar sem skilgreind verði heimild fyrir uppbyggingu á bátaskýli á lóð Lóustekks 3.


-liður 7, Efsti-Dalur 3 Völlur; Fyrirspurn; Aðalskipulagsbreyting - 2402057
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til heimildar til að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem tekur til lands Efsta-Dals 3 Völlur. Í breytingunni felst að innan landsins verði skilgreint frístundasvæði, verslunar- og þjónustusvæði fyrir gistingu og iðnaðarsvæði þar sem ætlunin er að bora eftir heitu vatni.
Skipulagsnefnd UTU vísar framlagðri fyrirspurn áfram til úrvinnslu og umræðu í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Nefndin bendir á að svæðið sem um ræðir er skilgreint sem hverfisverndarsvæði í aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem eftirfarandi er tilgreint um svæðið: Samfelld svæði þar sem er birkikjarr og/eða birkiskógur eru auðkennd á skipulagsuppdrætti. Svæðin eru afmörkuð skv. kortlagningu Skógræktar ríkisins. Heildarstærð birkiskóga er um 10.000 ha. Einungis er heimilt að gróðursetja íslenskar trjátegundir í birkiskóga og birkikjarr. Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags um hverfisvernd kemur m.a. fram að halda skuli byggingarframkvæmdum í lágmarki og þess gætt að þær leiði til eins lítillar röskunar og kostur er. Sveitarstjórn telur að unnt sé að ná fram framangreindum markmiðum þrátt fyrir hugsanlega uppbyggingu innan svæðisins og breytta landnotkun. Sveitarstjórn bendir jafnframt á að Brúará og 200 metra svæði beggja vegna árbakka er flokkuð sem svæði á náttúruminjaskrá, allar framkvæmdir innan slíkra svæða eru tilkynningarskyldar vegna mats á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn bendir jafnframt á að borun eftir heitu vatni er ekki í öllum tilfellum háð skilgreiningu á iðnaðarsvæði nema gert sé ráð fyrir orkuvinnslu eða virkjun borholunnar. Að öðru leyti gerir sveitarstjórn ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn.


-liður 8, Miðhús L167415; Miðlunartankur og fjarskiptamastur; Deiliskipulagsbreyting - 2402067
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags orlofshúsasvæðis VR í Miðhúsaskógi. Í breytingunni felst ný staðsetning byggingarreitar fyrir miðlunartank auk þess sem skilgreindur er byggingareitur fyrir fjarskiptamastur.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi lóða.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

47. fundur haldinn 21.02.2024, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 1.
-liður 1, fráveita frá baðlóni í Laugarási, 2305015, málið er á dagskrá undir 11. lið á þessum fundi.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

943. fundur haldinn 09.02.2024

944. fundur haldinn 23.02.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs

2401023

105. fundur haldinn 14.02.2024, ásamt uppfærðri fjárhagsáætlun
Fundargerðin var lögð fram ásamt uppfærðri fjárhagsáætlun, þar sem búið er að sameina fjárhagsáætlun UTU og seyruverkefnisins eftir að seyruverkefnið var fært undir UTU.
Fylgiskjöl:

6.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2401025

199. fundur haldinn 21.02.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2401028

Fundur haldinn 13.02.2024. Afgreiða þarf sérstaklega 6. lið.
-liður 6, Öldungaráð Uppsveita og Flóa. Sveitarstjórn samþykkir tillögu stjórnar um að Sigríður Kolbrún Oddsdóttir, Grímsnes- og Grafningshreppi, verði formaður og Þröstur Jónsson, Hrunamannahreppi, verði varaformaður.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.

8.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu

2401012

17. fundur haldinn 15.02.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Svæðisskipulag Suðurhálendis

1909054

Svæðisskipulags Suðurhálendis, til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042
Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi Suðurhálendisins 2022-2042 eftir auglýsingu. Innan tillögunnar er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Tillagan var auglýst frá 15. nóvember 2023 til og með 19. janúar 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins eftir auglýsingu auk samantektar á andsvörum og viðbrögðum svæðisskipulagsnefndar fyrir Suðurhálendið.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendisins mælist til þess við bæjar-/sveitarstjórn að samþykkja uppfærða og fyrirliggjandi tillögu og greinargerðir að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið.
Umræða varð um svæðisskipulagið. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir uppfærða og fyrirliggjandi tillögu og greinargerðir að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið.

10.Fráveita frá baðlóni í Laugarási

2311025

Drög að samningi um samstarf um hreinsistöð fráveitu, sbr 1. lið í fundargerð framkvæmda- og veitunefndar.
Sveitarstjóri kynnti samningsdrög. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

11.Endurnýjun fráveitu Laugarvatni 3. áfangi

2310009

Tilboð í verkið Laugarvatn fráveita 3. áfangi.
Alls bárust sjö tilboð í verkið Laugarvatn fráveita 3. áfangi. Tilboð hafa verið yfirfarin. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Ketilbjörns ehf, með þeim fyrirvara að félagið uppfylli hæfisskilyrði í kafla 0.1.3 í útboðsgögnum. Sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs er falið að kalla eftir gögnum þar að lútandi.

12.Hverabraut 16-18, Laugarvatni, sala

2306019

Minnisblað Helga S. Gunnarssonar um söluferli Hverabrautar 16-18.
Minnisblað Helga S. Gunnarssonar, ráðgjafa, var lagt fram. Í minnisblaðinu er gerð tillaga að næstu skrefum í söluferli eignarinnar. Sveitarstjórn samþykkir tillögu Helga og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi auglýsingar og gerð söluskilmála. Sveitarstjórn samþykkir að heimilað verði að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem tekur til byggingarmagns innan lóðar Hverabrautar 16-18 í samræmi við 2. valkost sem tilgreindur er í gögnum málsins.

13.Könnunin Sveitarfélag ársins 2024

2403004

Erindi FOSS, stéttarfélags, dags. 28.02.2024, þar sem kynnt er framkvæmd könnunarinnar og boðið að hún taki til alls starfsfólks.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2024 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

14.Styrkur til barna á Gaza

2403006

Beiðni Jóns F. Snæbjörnssonar, dags. 24.02.2024 um að tekin verði til umræðu tillaga um að veita 60.000 kr styrk til barna á Gaza.
Erindi Jóns var lagt fram. Hann tók til máls og þar sem hann sækir fundinn í gegnum fjarfundarbúnað óskaði hann eftir að fylgja málinu eftir á næsta fundi.

15.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2403007

Erindi Reykjanesbæjar, dags. 19.02.20224, þar sem óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Reykjanesbæ stundi nám við Reykholtsskóla skólaárið 2023-2024.
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Um greiðslur fari skv. viðmiðunarreglum og gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.

16.Aðkoma að kirkjugarði í Skálholti

2403012

Erindi Skálholtsfélagsins, dags. 25.02.2024, varðandi fjárframlag til að bæta aðkomu að kirkjugarði í Skálholti.
Erindið var lagt fram. Þar er gerð tillaga að úrbótum á aðkomu að kirkjugarði í Skálholti og skiptingu kostnaðar. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fá fund með málsaðilum.

17.Fundargerð Hagsmunafélags Laugaráss

2403013

Fundargerð fundar Hagsmunafélags Laugaráss, sem haldinn var 20.02.2024
Sveitarstjórn samþykkir að funda með stjórn Hagsmunafélags Laugaráss.

18.Endurskoðun á fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt

2403005

Erindi Lands og skógar, dags. 27.02.2024, þar sem kallað er eftir ábendingum sem nýst geta við mótun tillagna að endurskoðuðu stuðningskerfi.
Erindið var lagt fram. Þar kemur fram að matvælaráðuneytið hefur falið Landi og skógi að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Tilgangur erindisins er að kalla eftir ábendingum sem nýst geta við vinnuna við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi, en markmiðið er að til verði tillaga að heildstæðu stuðningskerfi málaflokksins innan stofnunarinnar sem jafnframt styður við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála, verndunarlíffræðilegrar fjölbreytni og byggðamála.
Stuðningskerfin sem um ræðir eiga að efla þátttöku einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í landgræðslu og skógrækt, meðal annars í samræmi við opinberar stefnur í umhverfismálum, loftslagsmálum, landbúnaði og atvinnumálum.
Landi og skógi er ætlað að skila tillögum um breytingar til ráðuneytisins í lok apríl 2024.
Einnig leitar Land og skógur eftir viðhorfi sveitarfélaga til verkefna þar sem áætlað er að gróðursetja birkiplöntur vegna Bonn-áskorunarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar og til Landgræðslufélags Biskupstungna.

19.Borgarstefna fyrir Ísland

2403009

Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 22.02.2024, þar sem athygli er vakin á því að drög að borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Erindið var lagt fram. Umsagnarfrestur er til 22. mars n.k.

20.Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkur 2024

2403010

Erindi deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkurborgar, dags. 22.02.2024, þar sem kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna skilgreiningar á skotæfingasvæði á Álfsnesi.
Erindið var lagt fram.

21.Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár

2403011

Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 21.02.2024, þar sem framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár er send til umsagnar.
Erindið var lagt fram.
Tillagan tekur m.a. til Almennings við Geysi, Höfðaflata við Vörðufell og Þorlákshvers við Brúará. Umsagnarfrestur er til 19. apríl nk.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.

22.Niðurfelling Ásakotsvegar (3690-02) af vegaskrá

2403008

Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 23.02.2024, um fyrirhugaða niðurfellingu Ásakotsvegar af vegaskrá.
Erindið var lagt fram. Þar er tilkynnt að Ásakotsvegur verði felldur af vegaskrá þar sem ekki sé lengur lögheimili skráð á staðnum.

23.Niðurfelling Kjóastaðavegar 3 (3674-01) af vegaskrá

2403002

Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 01.03.2024, um fyrirhugaða niðurfellingu Kjóastaðavegar 3 af vegaskrá.
Erindið var lagt fram. Þar er tilkynnt að Kjóastaðavegður 3 verði felldur af vegaskrá þar sem vegurinn er merktur sem einkavegur og því ekki almenningi til frjálsrar umferðar eins og kveðið er á um í vegalögum.

24.80 ára afmæli lýðveldisins

2403001

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 01.03.2024, þar sem vakin er athygli á því að á árinu fagnar lýðveldið Ísland áttatíu ára afmæli.
Í erindinu er athygli sveitarstjórna vakin á því að á árinu fagnar lýðveldið Ísland áttatíu ára afmæli.
Hátíðahöld í tilefni afmælisins munu ná hámarki 17. júní með hefðbundinni dagskrá í sveitarfélögum en að auki verður sérstök hátíðardagskrá á Þingvöllum þar sem landsmenn eru hvattir til að heimsækja þjóðgarðinn og skoða sýninguna Hjarta lands og þjóðar helgina 15.-16. júní.
Afmælisnefnd, sem forsætiráðherra skipaði í október sl., óskar eftir samstarfi við sveitarfélög í tengslum við hátíðardagskrána með miðlun og hvatningu til þátttöku eins og best hentar á hverjum stað.

25.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2024

2403003

Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 14.03.2024.
Fundarboðið var lagt fram.

26.Dagþjónusta fyrir aldraða - hugmyndir til umræðu

2010006

Drög að minnisblaði vegna undirbúnings umsóknar um dagdvalarrými fyrir aldraða í uppsveitum.
Rætt var um drög að minnisblaði vegna verkefnisins. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?