Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

354. fundur 21. febrúar 2024 kl. 09:00 - 10:20 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

-liður 7 af 273. fundi haldinn 31.01.2024, Reykjabraut 1 Laugarvatni; Mænishæð og byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting - 2401063. Tölvupóstar Þórarins Þórarinssonar, dags. 18. og 19. febrúar 2024, lagðir fram. Áður frestað á 353. fundi.
Reykjabraut 1 Laugarvatni; Mænishæð og byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting - 2401063
Lögð er fram umsókn er varðar breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins að Laugarvatni. Í breytingunni felst að skilmálum lóða við Reykjabraut verði breytt með þeim hætti að í stað hæðar og kjallara verði heimildir fyrir húsi á 1,5 hæð. Hámarkshæð verði 6,8 metrar í stað 5,9 metra. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins eru óbreyttir.
Bókun skipulagsnefndar UTU var á þá leið að nefndin taldi framlagða umsókn falla illa að núverandi götumynd húsa að Reykjabraut, heimildir til hámarkshæðar húsa væru töluvert rúmar m.t.t. núverandi hæða á húsum á lóðum Reykjabrautar 3 og 5. Hæð þessara húsa er í dag um 4 metrar m.v. götuhæð en heil hæð er í niðurgröfnu kjallara sem stallast niður brekkuna til austurs. Samkvæmt framlögðum uppdráttum sem fylgja umsókn er gert ráð fyrir að ekki verði kjallari undir viðkomandi hús en að húsið rísi í um 6.8 m frá götuhæð. Mismunur á hámarkshæð þessara húsa er því um 2,8 metrar. Sá mismunur verður enn greinilegri að austanverðu þar sem enginn kjallari er áætlaður undir húsinu á lóð 1. Sveitarstjórn frestaði málinu á 353. fundi og er það nú tekið á dagskrá að nýju.
Þórarinn Þórarinsson kom inn á fundinn og gerði grein fyrir umsókn sinni.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins, umsækjandi mun óska eftir breytingu á deiliskipulagi, sem nær einnig til breytinga á byggingarreit og göngustíg. Sveitastjórn óskar eftir að fá afstöðumynd gagnvart húsunum í kring.

2.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

274. fundur haldinn 14.02.2028, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 3.
-liður 1, Heiðarbær lóð L170192; Bátaskýli; Fyrirspurn - 2402008
Lögð er fram fyrirspurn er varðar uppbyggingu á bátaskýli á lóð Heiðarbæjar lóð L170192.
Að mati sveitarstjórnar er ekkert innan heimilda skipulagsreglugerðar sem leyfir uppbyggingu á bátaskýlum nær vatni en 50 metra sbr. gr. 5.3.2.14. Í fyrirspurn er vísað til stefnumörkunar Skorradalshrepps er varðar bátaskýli og aðra bátaaðstöðu við Skorradalsvatn. Í þeim gögnum kemur eftirfarandi fram er varðar breytingu á aðalskipulagi: "Á grundvelli úttektar um bátaskýli er lagt til að uppbygging bátaskýla eigi sér stað innan skilgreindrar frístundabyggðar og að lágmarki 50 m frá grónum bakka Skorradalsvatns sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, annað hvort stök innan frístundalóða þar sem það er leyft skv. deiliskipulagi eða á sérstökum bátaskýlasvæðum" Sú stefnumörkun er í raun sú sama og Bláskógabyggð hefur sett sér gagnvart bátaskýlum innan sumarhúsasvæða þótt svo að ekki sé fjallað sérstaklega um slíkt eða afmörkuð stefna um uppbyggingu bátaskýla innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Hingað til hefur í afgreiðslum skipulagsnefndar og sveitarstjórnar verið vísað til heimilda skipulagsreglugerðar er varðar uppbyggingu í 50 metra fjarlægð frá ám og vötnum sama hvort um stakar framkvæmdir utan skipulags er að ræða eða vegna stefnumörkunar innan deiliskipulagsáætlana. Þá hefur verið heimilt að halda slíkum byggingum við gegn því að viðbyggingar fari ekki nær ám og vötnum en fyrir er. Í einhverjum tilfellum hefur landeigendum og lóðarhöfum verið bent á þann möguleika að leita undanþágu frá kröfum skipulagsreglugerðar á grundvelli heimilda 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lið 12 þar sem segir: "Þegar sérstaklega stendur á getur ráðherra að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar veitt undanþágu frá einstökum greinum skipulagsreglugerðar."


-liður 2, Skógarholt; Frístundabyggð í landi Reykjavalla; Endurskoðun deiliskipulags - 2309101
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga er varðar heildarendurskoðun deiliskipulags frístundabyggðarinnar Skógarholts í landi Reykjavalla. Við gildistöku deiliskipulagsins er gert ráð fyrir því að eldri tillaga m.s.br. falli úr gildi. Skipulagið tekur til 37 frístundalóða. Götur og veitur hafa þegar verið lagðar og frístundahús hafa risið á flestum lóðum innan skipulagssvæðisins. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt viðbragða og andsvara.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins.

-liður 3, Lyngbraut 2, Reykholti; Breyting á deiliskipulagi; Fyrirspurn - 2402025
Lögð er fram beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Lyngbrautar 2 L167172. Í fyrirspurninni felst að lóðin sem er í dag skilgreind sem landbúnaðarland verði skilgreind sem lóð fyrir verslun- og þjónustu. Heimilt verði að byggja gróðurhús, íbúðarhús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði ásamt iðnaðarhúsæði á 1-3 hæðum.
Að mati sveitarstjórnar telst viðkomandi breyting ekki til óverulegrar breytingar á deiliskipulagi. Breytt landnotkun lóðarinnar er háð breytingu á skilgreindri landnotkun svæðisins í aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Svæðið er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði inn á þéttbýlisuppdrætti fyrir Reykholt í aðalskipulagi og sem L2 lóð á deiliskipulagi þar sem heimild er fyrir íbúðarhúsi á 1-2 hæðum, bílskúr, starfsmannahúsi, skemmu og gróðurhúsi. Eins og fram kemur í framlagðri fyrirspurn að þá er aðliggjandi lóð til suðvesturs skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði og ætti því breytt landnotknun í samræmi við fyrirspurn að falla ágætlega að núverandi landnotkun á svæðinu að mati sveitarstjórnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að unnin verði breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir breyttri landnotkun svæðisins í verslunar- og þjónustusvæði.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2301027

68. fundur stjórnar Bergrisans haldinn 18.12.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna

2402018

4. fundur haldinn 08.02.2024, ásamt ársreikningi
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401014

233. fundur haldinn 12.02.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

942. fundur haldinn 26.01.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2401025

198. fundur haldinn 07.02.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2401013

606. fundur haldinn 02.02.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna

2401008

Fundur haldinn 01.02.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Lóðarumsókn Traustatún 3, Laugarvatni

2402017

Umsókn um lóðina Traustatún 3, Laugarvatni
Lögð var fram umsókn Sigurðar Leóssonar um lóðina Traustatún 3. Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.

11.Sala á Hlíðaveitu

2311040

Tilkynning um söluferli vegna Hlíðaveitu
Lögð var fram tilkynning Veitna um að auglýst sé eftir tilboðum í Hlíðaveitu í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að við val á kaupanda verði horft til reynslu af rekstri vatns- og hitaveitu og þjónustu við notendur. Um samfélagslega mikilvæga inniviði er að ræða og er því brýnt að hæfur aðili verði valinn til að annast þennan rekstur, auk þess sem nauðsynlegt er að afhendingaröryggi vatns frá veitunni verði tryggt.

12.Skólastefna

2309028

Tilnefning fulltrúa foreldra í starfshóp um skólstefnu. Tillaga um að Jóna Sigríður Guðmundsdóttir verði tilnefnd.
Skólanefnd tilnefnir Jónu Sigríði Guðmundsdóttur til setu í starfshópnum.

13.Uppbygging hjúkrunarheimilis eða dagþjónustu

2010006

Beiðni Jóns F. Snæbjörnssonar, dags. 18.02.2024 um að tekin verði til umræðu dagdvöl aldaðra á Suðurlandi.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu undirbúnings að umsókn til heilbrigðisráðuneytisins um heimild til að koma á dagdvöl í Uppsveitum Árnessýslu.
Jón F. Snæbjörnsson óskaði eftir að bókað yrði að hann harmi þá fyrirhuguðu lokun sem stendur til að verði á dagdvöl á Selfossi í sumar.

14.Lögbýlisumsókn Klif

2402019

Beiðni um umsögn um umsókn um stofnun lögbýlis á Klifi, L192315.
Lögð var fram beiðni Hannesar Garðarssonar, dags. í febrúar 2024, þar sem óskað er eftir því að heimilt verði að stofna lögbýli á lóð með landnúmerið L192315 (Klif lóð). Lögbýlisréttur tilheyrði Klifi L167134, en vegna skipta á landinu er óskað eftir að hann tilheyri L192315 og er beiðnin fram komin vegna þess að ekki er heimilt að færa hann á milli landnúmera.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.

15.Þingsályktunartillaga um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd 96. mál

2402020

Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 14.02.2024, þar sem send er til umsagnar þingsályktunartillaga, 96. mál endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd.



Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76 2003, 112. mál

2402022

Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 13.02.2024, þar sem sent er til umsagnar 112. mál frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags)

Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Þingsályktunartillaga um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum 115. mál

2402026

Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.02.2024, þar sem send er til umsagnar þingsályktunartillaga, 115. mál Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.



Umsagnarfrestur er til 1. mars nk
Lagt fram til kynningar.

18.Ársskýrsla UMF Biskupstungna 2021-2022

2402016

Ársskýrsla og ársreikningur UMF Biskupstungna 2021-2022
Skýrslan var lögð fram ásamt ársreikningi.

19.Ágangur búfjár

2302009

Erindi Matvælaráðuneytisins, dags. 14.02.2024, regluverk um búfjárbeit.
Erindið var lagt fram. Það inniheldur samantekt til að skýra sjónarmið ráðuneytisins í málinu og benda á nokkur atriði sem sveitarfélög geti hugsanlega gert til að skýra stöðuna á sínu svæði. Samantektin felur ekki í sér nein fyrirmæli, eingöngu upplýsingar og ábendingar.

20.Stafrænt pósthólf

2402021

Erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 13.02.2024, þar sem kynnt er ný reglugerð um stafrænt pósthólf.
Erindið var lagt fram. Þar er fjallað um skyldu opinberra aðila, þ.m.t. sveitarfélaga, til að bjóða upp á stafrænar birtingar eigi síðar en 1. janúar 2025 og nýtingu stafræns pósthólfs á Ísland.is í því skyni.

21.Úttekt á starfsemi tónlistarskóla

2402023

Erindi Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 08.02.2023, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða úttekt á tónlistarskólum.
Erindið var lagt fram.

22.Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding í þjóðlendum

2302015

Bréf forsætisráðuneytisins, dags. 05.02.2024, þar sem tillkynnt er um styrk vegna kostnaðar við setu fulltrúa í hópi um stefnumótun á landsvísu um landnýtingu á hálendinu.
Erindið var lagt fram. Þar er tilkynnt um 600.000 kr. styrk til að standa straum af kostnaði við þátttöku í stefnumótuninni.

23.Kæra vegna deiliskipulags í Laugarási

2308017

Úrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2023 og 103/2023 vegna deiliskipulags í Laugarási, dags. 15.02.2024.
Úrskurðirnir voru lagðir fram.
Í máli nr. 99/2023 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 15. maí 2023 um að samþykkja tillögu að deiliskipulagi fyrir þéttbýlið að Laugarási var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar var hafnað.
Í máli nr. 103/2023 þar sem kærð var afgreiðsla sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 15. maí 2023 á umhverfismati vegna breytingar á aðalskipualgi Bláskógabyggðar fyrir þéttbýlið Laugarás var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að kröfum kæranda var vísað frá.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?