Útboð á slætti í Reykholti og Laugarási

Fréttir 15.02.2024

Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í verkið: „Sláttur og hirðing í Reykholti og Laugarási, Bláskógabyggð“.

Verkið felst í því að slá og hirða tilgreind svæði í Reykholti og Laugarási. Verkið er boðið út til þriggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár.

Helstu magntölur eru:

Sláttur 1. stig slegið ellefu sinnum á sumri, 52.000 m²

Sláttur 2. stig slegið fimm sinnum á sumri, 21.000 m² 

Íþróttavöllur sleginn 22 sinnum, 10.000 m²

Sláttutímabilið er frá 15. maí til 15. september.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 14. febrúar 2024.

Útboðsgögn fást afhent með því að senda tölvupóst á Kristófer Tómasson, kristofer@blaskogabyggd.is

Tilboðum skal skila til skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu, Reykholti 806 Selfossi, fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 7. mars.