Ungmennaráð fundar með sveitarstjórn

Fréttir 31.01.2024

Fulltrúar úr ungmennaráði Bláskógabyggðar komu til fundar við sveitarstjórn 30. janúar 2024. Á fundinn mættu Sara Rósída Guðmundsdóttir, formaður, Ásdís Erla Helgadóttir, Ragnar Dagur Hjaltason, Kjartan Helgason, Henný Lind Brynjarsdóttir, Hrannar Snær Jónsson og Lovísa Ýr Jóhannsdóttir, ásamt Ragnheiði Hilmarsdóttur, starfsmanni ungmennaráðs.
Ungmennaráð vakti máls á húsnæðismálum félagsaðstöðu bæði í Reykholti og á Laugarvatni. Einnig var rætt var um hvort unnt væri að koma upp ærslabelg í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Þá vakti ungmennaráð máls á þörf fyrir götulýsingu m.a. í Reykholti. Þá var bent á að ólag hafi verið á götulýsingu á Laugarvatni. Einnig var uppi hugmynd um að lýsa upp stíginn við vatnsbakkann á Laugarvatni til að hafa lýsingu vegna skautaiðkunar. Bent var á að það vanti göngustíga og gangbrautir í Reykholti, auk þess var rætt um Laugarás í því samhengi. Loks var rætt um stöðu hitaveitu. Umræður urðu um fleiri mál svo sem símanotkun í grunnskólum, viðburð sem ungmennaráð stefnir að því að halda og íþróttaiðkun og framboð æfinga.
Stefnt er að öðrum fundi ungmennaráðs og sveitarstjórnar á vordögum.