Bréfpokar fyrir matarleifar

Fréttir 21.02.2024

Matarleifar þarf framvegis að setja í bréfpoka í stað maíspoka. Þessi breyting er tilkomin vegna þess að lífrænn úrgangur mun fara í Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu, Gaju, á Álfsnesi, en sú stöð tekur ekki við maíspokum þar sem þeir geta valdið vandræðum í vélbúnaði stöðvarinnar.

Hvert heimili fær eitt búnt af bréfpokum og körfu sem verður dreift í hús á næstu dögum. Í einu búnti af bréfpokum eru 80 stk af pokum sem ættu að duga meðal heimili í um 6 mánuði. Körfurnar eru hannaðar sérstaklega til að loft leiki um pokana.